Ágætu félagsmenn, þeir félagar sem ekki hafa greitt félagsgjald sitt hafa nú fengið senda innheimtuviðvörun. Frestur þessi er liðinn og biðjum við þá félaga sem enn hafa ekki greitt en ætla að vera með í sumar um að hafa samband eða greiða greiðsluseðil sinn sem enn er virkur í heimabankanum. Nú er síðasta tækifæri til að ganga frá áður en viðkomandi verður tekinn af félagaskrá og skírteini prentuð.  

Félagsskírteini eru að fara í prentun og verða þau tilbúin til afhendingar fljótlega eftir páska.