Hún Hrefna Sigurðardóttir kom fyrir hönd öldunganefndar GKG færandi hendi til okkar í dag. Öldunganefndin hefur verið með blómlegt starf í sumar sem skilaði hagnaði upp á kr. 225.000,-. Þennan hagnað færir öldunganefndin klúbbnum til baka og skal honum varið í barna- og unglingastarf. Þessi gjöf kemur sér einkar vel þetta árið því eins og GKG-ingum er kunnugt, þá unnum við tvöfalt í Íslandsmóti golfklúbba. Sigurlið GKG taka þátt í EM golfklúbba í ár og er heildarkostnaðurinn við þá þátttöku um 2 milljónir.

Við GKG-ingar þökkum öldungunum fyrir aldeilis frábært samstarf í sumar sem og þessa kærkomnu gjöf.