Fimmtudaginn 26 apríl næstkomandi verður haldinn árlegur félagsfundur í golfskálanum og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir ástand vallanna og mun Guðmundur Árni vallatrstjóri fara yfir þau verk sem unnin hafa verið í vetur og hvað stendur til að framkvæma á komandi sumri.  Hann mun einnig tikynna um opnun vallanna.  Formenn nefnda og stjórnarmenn verða á svæðinu og svara fyrirspurnum.

Við hvetjum félagsmenn að mæta og kynna sér það sem gert hefur verið á vellinum í vetur og komandi framkvæmdir.

Stjórn og starfsfólk GKG óska félagsmönnum gleðilegs og áranguríks golfsumars.