Kæru félagar,
Á morgun sunnudag ætlum við að hafa opið hús hjá okkur í GKG og kynna okkar glæsilegu aðstöðu og allt sem GKG hefur upp á að bjóða.

Við vonumst til að sjá þig kæri félagsmaður, og þetta er upplagt tækifæri fyrir þig að bjóða vini/vinkonu/vandamanni með og kynna fyrir þessari skemmtilegu íþrótt sem við erum svo forfallin fyrir.

Viljum líka benda á að fyrir hvern nýjan meðlim sem núverandi kemur með í klúbbinn, þá fær hann umbun sem nemur 5 skipta klippikorti í Trackman golfherma GKG.

Dagskráin á sunnudag 12. maí er í grófum dráttum svona:
Tími: 13-17
Kvennanefndin kynnir sína viðburði
Kynning á golfleikjanámskeiðum og félagsæfingum fyrir börn og unglinga
Kynning fyrir nýliða: hvaða námskeið eru í boði, upplýsingar um árgjaldið og hvað er innifalið í félagsaðild.

Fríar veitingar í boði, pylsur, gos og safi, kaffi og kökur.

Á neðri hæðinni verða golfþrautir og PGA kennarar GKG leiðbeina byrjendum.

Sérstök púttþraut verður þar sem hægt verður að freista gæfunnar og sá/sú sem setur púttið í holu fer í pottinn þar sem dregið verður um frítt árgjald.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!