Opna Liverpool mótið verður haldið á Vífilsstaðavelli á sunnudaginn kemur og stendur skráning yfir á www.golf.is .Opna Liverpool mótið er í samvinnu við Liverpool klúbbinn á Íslandi og Liverpool búðina í Suðurveri.
Keppt verður í punktakeppni í 2 flokkum.
1. flokkur > 8,4
2. flokkur 8,5 <
Verðlaun verða veitt fyrir 1, 2 og 3 sæti í báðum flokkum. Veitt verða nándarverðlaun á öllum par3 holum og lengsta upphafshögg á 3. braut. Boðið verður upp á skemmtilegan leik í mótslok þar sem allir þátttakendur geta tekið þátt.
Það eru Liverpool búðin, Hole In One, Carlsberg, Sýn, Íslenskar Getraunir, Zo-On, Íslenskir Karlmenn, Players og Henson sem sjá um vinninga á þessu fyrsta Liverpool móti hér á landi.
Helstu vinningar eru:
6 fríar áskriftir að SÝN, 2 Gjafabréf frá Hole in One, 2 frá Íslenskum karlmönnum, 3 frá Sláturfélagi Suðurlands og 3 frá Players Sportbar. Fatnaður frá Zo-On og Henson, Carlsberg drykkir, Powerade drykkir. Íslenski landsliðsbúningurinn, Cintamani bakpokar frá Íslenskum getraunum.
Skráning á golf.is
Þátttökugjald er 3.500 kr.