Minningarmót til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 18. maí. Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar, Ólafs E. Ólafssonar og Konný Hansen sem áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.

Keppnisfyrirkomulag:

Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

 „Iss ég para bara næstu“ verðlaunin verða á sínum stað. Þeir aðilar sem fá skolla eða meira á 15. holu og para þá 16. fara í pott sem dregið verður úr og mun sá eða sú heppna fá glæsileg verðlaun eða 10 þúsund króna inneign hjá Matarkjallaranum, 10 þúsund króna inneign hjá Olís ásamt glaðning frá Ölgerðinni.

Verðlaun eru glæsileg að vanda og eru þau eftirfarandi (veitt eru verðlaun í karla og kvennaflokki)

Dregið verður úr skorkortum í verðlaunaafhendingunni sem auglýst verður nánar síðar

Ath. Þeir sem eru dregnir út verða að vera á staðnum til að hljóta vinninginn. Þeir sem hafa þegar unnið til verðlauna eru ekki gjaldgengir í útdráttarverðlaun. Kylfingar þurfa að hafa náð 20 ára aldri til þess að taka við áfengisverðlaunum.

Ef allir keppendur mótsins ljúka leik undir 4 klst og 30 mínútum þá verður dregin út 200 þúsund króna inneignanóta hjá VITAgolf til Spánar eða Portúgal (100 þús fyrir konu og 100 þús fyrir karl).

Verð 5.900 kr

Hlökkum til að sjá ykkur,

Íþrótta- og afreksnefnd GKG