VINNUDAGUR – SJÁLBOÐALIÐAMÓT – OPNUN VALLAR.

Nú er farið farið að styttast í það að við opnum Vífilsstaðavöll þetta sumarið. Eins og staðan er í dag er áætlað að dagskrá varðandi völlinn verði þannig í næstu viku:

Fimmtudagur 11. maí: Vinnudagur / Tiltektardagur
Mæting klukkan 17:00 og unnið til 20:00.
Þá er stefnt á að fá sem flesta af félögum til að koma saman og hjálpast að við að reka smiðshöggið á undirbúningsvinnuna og snyrta umhverfið áður en opnað er. Guðmundur vallarstjóri og hans menn eru búnir að útbúa verkefnalista fyrir hópinn og ræðst því árangurinn af því hversu margir sjá sér fært að mæta og taka til hendinni í 2-3 klukkutíma.
Þeir sem hafa tök á geta mætt frá klukkan 15:00 og unnið að hinum ýmsu verkefnum sem á dagskrá eru. Félögum er að sjálfsögðu frjálst að mæta örlítið seinna ef þeir eru að vinna lengur. Hver og einn getur hagað sínum vinnutíma eins og hentar hverjum. Af nógu er að taka og margar hendur vinna létt verk.
Það sem áætlað er að gera er eftirfarandi:
1. Leggja þökur við 15. flötina.
2. Hreinsa beð og týna til rusl.
3. Raka stíga og hreinsa grjót.
4. Bera viðarvörn á hús.
5. Bera viðarvörn á boltakofa.
6. Sitthvað fleira.
Snarl verður á boðstólum fyrir duglega.

Föstudagur 12. maí: Sjálboðaliðamót Kl: 16:00
9 holu mót á vellinum einungis fyrir þá sem mættu í sjálfboðaliðastarf á fimmtudeginum. Mótið hefst klukkan 16:00. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Þá verða verðlaun fyrir lægsta höggafjölda. Nándarverðlaun á öllum par-3 brautum. Matur á eftir fyrir alla þátttakendur.

Laugardagur 13. maí: Opnun á Vífilsstaðavelli
Völlurinn opnaður á sumarflötum. Skráning á netinu og þeir sem tóku þátt í sjálfboðaliðastarfinu fá forgang á skráningu rástíma til hádegis.

Athugið að veður getur sett strik í reikningin.