Opnunarmót GKG verður með glæsilegu sniði þetta árið. Mótið verður haldið laugardaginn 7. maí og verður sannkölluð veisla allan daginn sem endar með glæsilegri verðlaunahátíð um kvöldið.

Mótið er punktamót og verða verðalaun veitt fyrir efstu þrjú sætin. Fyrsta sæti fær 25 þúsund króna inneign hjá Wow air, annað sætið fær 20 þúsund króna úttekt hjá N1 og  þriðja sætið fær glæsilegan glaðning fá Ölgerðinni. Nándarverðlaun verða a öllum par 3 holum vallarins. Mótsgjald er eingöngu kr. 3.500 og er innifalið í mótsgjaldinu kaldur á krana eða Krisall í verðlaunaafhendingunni um kvöldið.

Öllu verður kappkostað við að gera verðlaunaafhendinguna sem glæsilegasta í nýju félagsaðstöðunni okkar. Hún hefst kl. 19:00 og eru allir GKG ingar velkomnir. Dregið verður úr skorkortum og verður meðal annarra vinninga 50.000,- kr. inneign hjá Wow Air!!!

Nýji vertinn okkar mun bjóða upp á eðaltilboð á Mulligan borgaranum eða eingöngu kr. 1.850,- með gosi. Mulligan borgarinn er 115 gramma eðal buff borgari með pikkluðum rauðlauki, tómati ásamt fröllum ala ÆgirF ®.

Húsbandið okkar Hrafnarnir mætir og munu þeir setja punktinn yfir i-ið á GKG stemmingunni. Þá verðum við með Wells Fargo mótið sem Rory vann í fyrra rúllandi í fundarherbergjunum.

Skráning er hafin í mótið á golf.is, og eins og fyrr er getið eru ALLIR GKG-ingar svo hvattir til að mæta um kvöldið.