Kæru félagar,

Viljum benda á opnunartíma okkar um hátíðarnar.

Opnunartími golfherma er:

  • Virkir dagar frá 09:00 til 23:00
  • Helgar frá 09:00 til 18:00
  • 23. desember frá 9 – 15
  • Lokað 24.-26. desember
  • Á gamlársdag verður Áramót í golfhermunum, opið frá 9 – 14
  • Lokað 1. og 2. janúar

Skrifstofan er lokuð til 7. janúar

Hægt er að bóka tíma í golfherma og skoða leiðbeiningar með því að smella hér, jafnframt er hægt að hringja í 570 7373.

Á opnunartíma er hægt að koma og æfa sig í inniaðstöðu Íþróttamiðstöðvarinnar og Kórsins. Þann 7. janúar hefjast aftur barna- og unglingaæfingar sem takmarka notkun aðstöðunnar frá kl. 15-19 mán-fim og 14-17 á fös.

Viðburðarnefndin lætur ekki deigan síga og er þegar hafa verið nokkrir vel heppnaðir viðburðir. Fyrir neðan má sjá sýnishorn af þeim liðum sem eru framundan í vetur og hvetjum við félagsmenn til að taka eftirfarandi tíma frá:                     

  • 31/12/2018 Mánudagur         Áramót, 9 holu golfhermamót (auglýsing kemur fljótlega)
  • 20/01/2019 Sunnudagur       Sunnudagsmót í golfhermunum
  • 01/02/2019 Föstudagur         Þorrablót GKG til styrktar afrekssviði GKG
  • 23/02/2018 Föstudagur         Kótilettu-herrakvöld GKG

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar á árinu sem er að líða.

Áfram GKG!