Kæru félagar,

Nú er vetrarstarfið okkar hafið með nýjum opnunartímum og mun öflugri þjónustu.

Opnunartími golfherma er:

 • Virkir dagar frá 09:00 til 23:00
 • Helgar frá 09:00 til 18:00

Opnunartímar grillsins í Mulligan er:

 • Mánudagar frá 18:00 til 21:00
 • Aðrir virkir dagar 10:00 til 21:00
 • Helgar frá 10:00 til 18:00

Hægt er að bóka tíma í golfherma og skoða leiðbeiningar með því að smella hér, jafnframt er hægt að hringja í 570 7373.

Nú er um að gera að taka frá tíma með vinum og fjölskyldu, æfa og spila golf og fá sér eðalsnæðing hjá þeim í Mulligan. Við tryggjum 20 stiga hita, logn og enga rigningu 😉 Um að gera að kíkja líka á okkur og horfa á golf og aðra íþróttaviðburði eða fá sér hádegissnæðing með vinnufélögunum.

Þá er viðburðarnefndin búin að setja nokkra spennandi liði á dagskrána í vetur og hvetjum við félagsmenn til að taka eftirfarandi tíma frá:                     

 • 23/11/2018 Föstudagur         Milljarðamót Tigers Woods og Phil Michelsons
 • 29/11/2018 Fimmtudagur     Félagsvist 19:00-21:00. 20 ára aldurstakmark – frítt inn
 • 08/12/2018 Laugadagur        Jólahlaðborð GKG
 • 31/12/2018 Mánudagur         Áramót, 9 holu golfhermamót
 • 20/01/2019 Sunnudagur       Sunnudagsmót í golfhermunum
 • 01/02/2019 Föstudagur         Þorrablót GKG
 • 23/02/2018 Föstudagur         Kótilettu-herrakvöld GKG

Allir þessir viðburðir … og svo miklu miklu meira verða auglýstir betur síðar.

Áfram GKG!