Kæru félagar.
Við viljum benda á að æfingaaðstaða GKG er opin í Kórnum fyrir félagsmenn og hvetjum við alla til að nýta sér hana og æfa vel núna og koma vel undirbúin til leiks í vor.
Æfingaaðstaðan er opin samkvæmt stundaskrá sem sést með því að smella hér. Athugið að eftir áramót má gera ráð fyrir að taflan breytist töluvert þegar við förum að bjóða upp á námskeið í hádeginu og á kvöldin. Einnig verða kvennatímarnir á sínum stað á þriðjudögum. Óvíst er hvenær æfingaaðstaða opnar í nýrri íþróttamiðstöð, og verður það auglýst þegar það kemur betur í ljós.
Allir iðkendur bera sjálfir ábyrgð á því hversu snyrtileg aðstaðan er. Við viljum því minna á að hugsa vel um aðstöðuna okkar og ganga vel frá æfingaboltum og öðrum áhöldum eftir æfingar.
Athugið að golfskór eru ekki leyfðir, af hreinlætisástæðum og til verndar gervigrasinu á púttflötunum.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk GKG