Kæri félagsmaður GKG.

Við viljum benda á að æfingaaðstaða GKG er opin í Kórnum fyrir félagsmenn og hvetjum við alla til að nýta sér hana og æfa vel í vetur.

Eftirfarandi eru opnunartímar, en lokað er þegar æfingar barna/unglinga/afreksstarfsins, eða aðrir viðburðir eru í gangi.

Mán-fim: 08-14:45; 20:00-22:00

Fös: 08-14:45; 17:00-22:00

Helgar: Allan daginn, nema þegar púttmót eða aðrir viðburðir eru í gangi, en það verður auglýst með fyrirvara.

Vinsamlegast tilkynnið húsverði komu ykkar og sýnið félagsskirteini GKG (í glerbúrinu á millihæðinni).

Námskeið verða auglýst fljótlega, en þau hefjast strax eftir áramót.

Við biðjum alla iðkendur um að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir golfbolta á flötinni eða í netunum. Þetta er okkar aðstaða og við berum ábyrgð á að hún sé snyrtileg.

Athugið að golfskór eru ekki leyfðir, af hreinlætisástæðum og til verndar gervigrasinu.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk GKG