Miðvikudaginn 8. ágúst nk. verður óvissuferð GKG-kvenna. Skráning fer fram hjá rástímaskráningunni í PRO SHOP eða með því að hringja í rástímaskráningu 565-7378 eða Guðrúnu Helgadóttur á skrifstofu 565-7037. Mæting er kl. 9:30 á Vífilsstaðavöll við golfskálann. Lagt verður af stað kl. 9:50. Gjaldið er kr. 3.500 og í gjaldinu eru innifalin vallargjöld, rútuferð, súpa og brauð. Þægilegast er að allar greiði með peningum í rútunni en einnig er unnt að greiða á staðnum með korti.
Leiknar verða 18 holur og verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta. Nándarverðlaun verða á fjórum par 3 holum. Boltinn verður að vera inn á flöt. Veitt verða verðlaun fyrir lengsta högg og verður boltinn að vera á braut. Verðlaunaafhending í mótslok.
Golfkveðjur Kvennanefnd GKG