Sveitakeppni unglinga hófst á föstudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Í dag var leikin holukeppni, stúlkurnar í Leirunni og sigruðu GKG 16-18 ára stúlkur Sauðárkrók 3-0, mjög glæsilegt hjá þeim.  Ein umferð var leikin hjá þeim eldri í dag en á morgun leika þær við NK um 3. sætið. Yngri stúlkurnar léku tvær umferðir og töpuðu 3-0 gegn GHD en síðan 2-1 fyrir sameinaðri sveit GS/GO. Elísabet og Freydís unnu sinn leik í foursome í bráðabana. Nánari upplýsingar um stöðu og úrslit er að finna hér.

Í Þorlákshöfn leika 16-18 ára piltar og lögðu GKG piltar GK-B í fyrri umferð dagsins, 2-1. Í seinni umferðinni lögðu þeir GR-B 3-0! Strákarnir eru því komnir í undanúrslit. 

Nánari upplýsingar eru hér.

Á Flúðum leika 15 ára og yngri og er GKG-A sveitin komin í undanúrslit eftir sigur á GK-B (2-1) og GKJ-A (2-1). Leikurinn við GKJ var mjög spennandi en úrslit réðust í bráðabana í fjórmenningi þegar Egill Ragnar og Kristófer unnu á 19. eftir fugl. Nánari upplýsingar eru hér.

Áfram GKG!