Núna eru aðeins tveir hringir eftir í Punktamóti GKG eða Mánudagsmótaröðinni okkar. Staðan fyrir 9. og næstsíðasta hring sést með því að smella hér.

 

Næsti hringur (9. hringur) fer fram á mánudag, og er hægt að fá rástíma bæði fyrir og eftir hádegið. Skráning er á golf.is eins og áður og vissara er að skrá sig fyrr en síðar, enda er veðurútlitið mjög gott!

 

Þegar staðan fyrir 9. hring er skoðuð má sjá að 75 félagsmenn hafa tekið þátt í mótinu og að 44 þeirra hafa lokið a.m.k. tveimur hringjum og hafa því enn möguleika á því að sigra í þessu móti! Efsti maður mótsins, Óðinn Gunnarsson, hefur staðið sig einstaklega vel og er með 152 punkta, eða 38 punkta að meðaltali á fjórum bestu hringjunum! Það er því töluverð áskorun að ná honum en baráttan er mun jafnari um 2. og 3. sætið og þar koma fjölmargir til greina eins og sést í stöðutöflunni.

 

Grænmáluðu tölurnar lengst til hægri sýna meðalskor þeirra sem hafa spilað 4 hringi, 3 hringi og 2 hringi. Þar sést að því fleiri hringi sem hver og einn hefur spilað, því hærra er meðaltal fjögurra bestu hringjanna. Því er um að gera að mæta sem oftast í þetta skemmtilega mót.

 

Mótsstjóri