Í gær lauk púttmótaröð barna og unglinga í GKG og voru mörg góð tilþrif sýnd á púttflötinni í Kórnum.

Meðan á púttmótinu stóð var boðið uppá gos og nammi ofl. Við þökkum kærlega fyrir góða og skemmtilega þátttöku í vetur. Hér fyrir neðan má sjá nöfn vinningshafa í heildarkeppninni, en fjögur mót af sjö töldu.

12 ára og yngri stelpur (f. 2003 og yngri) Heildarpútt eftir 4 hringi
1. Eva María Gestsdóttir 119
2. Amalía Erlín Þorkelsdóttir 130
3. Katrín Hörn 131

12 ára og yngri strákar (f. 2003 og yngri)
1. Sindri Snær Kristófersson 113
2. Jóhannes Sturluson 119
3. Máni Freyr 126

13 – 16 ára stúlkur (f. 2002-1999)
1. Hulda Clara Gestsdóttir 114
2. Anna Júlia Ólafsdóttir 120
3. Herdís Lilja Þórðardóttir 131

13 – 16 ára strákar (f. 2002-1999)
1. Viktor Snær Ívarsson 107
2. Róbert Þrastarson 111
3. Sólon Baldvin 116

17 ára og eldri piltar (f. 1998 og eldri)
1. Kristófer Orri 100
2. Gunnar Blöndahl 110
3. Jóel Gauti 120

Vinningshafar fengu gjafabréf í proshop, æfingafötur og golfbolta í verðlaun. Ósótta vinninga er hægt að vitja til Hauks þjálfara á æfingum í vikunni.

Fimm kylfingar mættu á öll mótin í vetur sem er vel gert, og fengu þau sérstök verðlaun fyrir það. Það voru Amalía Erlín Þorkelsdóttir,  Katrín Hörn Daníelsdóttir, Sindri Snær Kristófersson, Máni Freyr Oscarsson og Hulda Clara Gestsdóttir.

Hægt er að sjá myndir á facebook síðunni.

Æfingar halda áfram í Kórnum þessa viku en gerum ráð fyrir að komast út á æfingasvæðið okkar 11. maí.

Áfram GKG!