Eins og í fyrra, þá er gengið frá félagsgjöldum í gegnum Nóra. Félagsmenn geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum á slóðinni gkg.felog.is og gengið frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2021. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka, líkt og áður. Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn.
Greiðsluleiðir
- Allt að 10 skipti á greiðslukort
- Allt að 6 kröfur í heimabanka (Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)
Ath. að 3% álag leggst á alla greiðsludreifingu
Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu GKG í síma 570 7373. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli klukkan 10:00 og 16:00.
Ef gengið er frá staðfestingu fyrir 26. desember er fyrsti gjalddagi 2. janúar. Eftir 26. desember er fyrsti gjalddaga 2. febrúar.
Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 15. janúar næstkomandi munu þeir aðilar fá greiðsluseðil í banka með gjalddaga 2. febrúar.
Ætli félagsmaður að hætta í GKG þá bendum við á að samkvæmt 3. grein laga GKG þá er úrsögn er bundin við áramót, og skal berast rafrænt eða skriflega til framkvæmdastjóra fyrir lok desembermánaðar.
Hægt að skoða leiðbeiningar frá því í fyrra á myndbandsformi með því að smella hér. og hér að neðan eru leiðbeiningar í myndaformi (jafnframt frá fyrra ári). Byrjað er á því að fara á gkg.felog.is og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum (líkt og gert er til að fara í heimabankann sinn).
Ef illa gengur komið þá við á skrifstofunni og við liðsinnum ykkur.