GKG hefur tekið í notkun kerfið Nóra fyrir skráningu félagsmanna og innheimtu félagsgjalda. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land með góðum árangri. Félagsmenn geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum á slóðinni gkg.felog.is og gengið frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka, líkt og áður. Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn.

Greiðsluleiðir

  • Allt að 10 skipti á greiðslukort 
  • Allt að 6 kröfur í heimabanka (Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á myndbandsformi.

Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu GKG í síma 570 7373. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli klukkan 10:00 og 16:00. Vinsamlegast athugið að skrifstofan verður lokuð frá 13. desember til 6. janúar.

Ef gengið frá greiðslum með greiðsludreifingu fyrir áramót leggst ekkert umsýslugjald á greiðsludreifingu. Þó er tekið seðilgjald fyrir greiðsluseðla.

Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 1. janúar næstkomandi mun seðilgjald leggjast á hvern greiðsluseðil auk 3% umsýslugjalds hvort sem um greiðsluseðla eða kortagreiðslur er að ræða.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í myndaformi. Byrjað er á því að fara á gkg.felog.is  og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum (líkt og gert er til að fara í heimabankann sinn).

Ef illa gengur komið þá við á skrifstofunni og við liðsinnum ykkur.