GKG hefur tekið upp nýtt kerfi til  greiðslu félagsgjalda. Félagsmenn geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum og gengið frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2023. Slóðin er https://xpsclubs.is/gkg/  smellið svo á island.is.   Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn.

 

Greiðsluleiðir

  • Allt að 10 skipti á greiðslukort
  • Allt að 6 kröfur í heimabanka (Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)
  • Ath. að 3% álag leggst á alla greiðsludreifingu

 

Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við proshop  GKG í síma 570 7373. Verslunin er opin alla virka daga á milli klukkan 09:00 og 23:00.

 

Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 15. janúar næstkomandi munu þeir aðilar fá greiðsluseðil í banka með gjalddaga 2. febrúar.

 

Ætli félagsmaður að hætta í GKG  þá bendum við á að samkvæmt 3. grein laga GKG þá er úrsögn er bundin við áramót, og skal berast rafrænt eða skriflega á gkg@gkg.is fyrir lok desembermánaðar.

 

Bestu kveðjur,

Staffið.