Ragnar Már Garðarsson hóf leik fyrr í dag á Junior Orange Bowl unglingamótinu, sem haldið er á Biltmore golfvellinum nálægt Miami. Ragnar Már fékk þátttökurétt á þetta sterka mót í kjölfarið á sigrinum á Duke of York mótinu í september s.l. Fjölskylda Ragnars er með honum til halds og trausts og hefur gengið vel á æfingahringjum og Ragnar mjög vel stemmdur. Gaman verður að fylgjast með Ragnari næstu daga, en mótinu lýkur 30. des.
Hægt er fylgjast með stöðunni hér.
Hér er hægt að skoða myndir af mótsstað, en Ragnheiður móðir Ragnars hefur sent okkur skemmtilegar myndir.
Sjá mynd fyrir neðan: Ragnar á reglufundi daginn fyrir mót, Sigurður bróðir hans fylgist með.