Ragnar Már Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, tekur þátt í afar sterku unglingamóti í Frakklandi, FRENCH INTERNATIONAL BOYS’ AMATEUR CHAMPIONSHIP, sem haldið er á Open golf club du Touquet við norð-vesturströnd Frakklands. Mótið fer fram 27.-31. mars.
Mótið stendur yfir í fimm daga, en fyrstu tvo dagana er leikinn höggleikur, þar sem 32 efstu komast áfram í holukeppni. Eftir það er útsláttarkeppni. Alls taka 108 kylfingar þátt, fæddir 1995 eða yngri. Miðað er við að keppendur séu ekki neðar en í 2500 sæti á heimslista áhugamanna, síðan er farið eftir forgjöf. Hæsta forgjöf í mótið var 0.
Spennandi verður að fylgjast með Ragnari sem hefur æft vel í vetur, en hann sigraði eins og kunnugt er á Duke of York Young Champions mótinu s.l. haust.