Nándarverðlaun og flestir punktar á fyrsta degi meistaramótsins

Á hverjum degi í meistaramótinu verðum við með nándarverðlaun og sá aðili sem spilar á flestum punktum fær jafnframt verðlaun.

Á mýrinni var það Axel Óli sem setti hann 1,48 metra frá holu.

Á Leirdalnum á 4. Holu var það Herbert Baldursson sem setti hann 2,52 metra frá holu og á 17. Holu erum við ekki með nægjanlegar upplýsingar um þann sem setti boltann 3,37 metra frá pinna en hann ku heita Kjartan og er í GKG 😉

Flesta punktana fékk hún Katrín Hörn Daníelsdóttir eða 44 punkta og óskum við henni til hamingju með þann árangur!

Allir vinningshafar fá 5 skipta háftímakort í golfherma GKG og geta nálgast verðlaunin í verslun GKG.