Föstudaginn 26. maí verður haldinn reglufundur í golfskálanum við Vífilsstaðaveg. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og stendur í um 1-1,5 klst. Farið verður yfir allar helstu golfreglurnar auk siðareglna og umgengnisreglna.

Umsjónarmaður fundarins verður Þórður Ingason, formaður dómara og aganefndar GKG sem er landsdómaramenntaður. Efni fundarins verður kynnt í máli og myndum og í kjölfarið verða almennar umræður og spurningar sem Þórður mun svara af sinni alkunnu snilld.

Mæting í skálanum fyrir klukkan 18:00, námskeiðið byrjar stundvíslega klukkan 18:00