Rétt til þátttöku hafa allir kylfingar sem verða 50 ára á árinu 2019 eða eru eldri.

Sveitakeppnin (Íslandsmót golfklúbba, eldri kylfingar, 1. deild karla) fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 16. – 18. ágúst.

Stillt hefur verið upp 6 mótum til valsins og eru talin upp hér neðar. Leikið er af gulum teigum, höggleikur án forgjafar. Röð kylfinga í hverju móti fyrir sig ræður fjölda stiga sem þeir fá fyrir mótið. Meðalskor í Meistaramóti GKG gildir tvöfalt (telur tvisvar) sem og meðalskor í Íslandsmóti eldri kylfinga í Vestmannaeyjum.

Úr þessum 6 mótum fást því mest 8 skor (stig) og telja þau 4 sem flest stig gefa. Þeir fimm kylfingar sem flest stig fá fyrir 4 skor vinna sér sæti í sveitinni, en að auki velur liðsstjóri, Hlöðver S. Guðnason, síðan þrjá til fjóra í sveit GKG.

Fimmtudagsmót vegna vals sveitar GKG fara þannig fram að menn skrá sig í rástíma á Leirdalsvelli, skila að leik loknum skorkorti, undirrituðu af ritara, í afgreiðslu eða til Andrésar I. Guðmundssonar sem sér um að reikna stigin. Ekkert þátttökugjald er í þessi mót. Svipað á við um mót á Hólmsvelli.

Mótin eru:
1. 2. júní. LEK mót á Hvaleyrarvelli
2. 8. júní. LEK mót á Leirdalsvelli
3. 13. júní. Fimmtudagsmót vegna vals sveitar GKG, Leirdalsvöllur
4. 27. júní. Fimmtudagsmót vegna vals sveitar GKG, Hólmsvöllur
5. 7.-13. júlí. Meistaramót GKG; meðalskor hefur tvöfalt vægi, telur tvisvar
6. 18.-20. júlí. Ísl.mót eldri kylfinga, Vestmannaeyjar; meðalsk. telur tvisvar

Stigagjöf fyrir mótin er sú sama og notuð er við val á landsliðum LEK:
1. sæti fær 330 stig, 2. sæti 265 stig, 3. fær 230 stig, 4. fær 210, 5. fær 190, 6. fær 175, 7. fær 155, 8. fær 140, 9. fær 125, 10. fær 115, 11. fær 110, 12. fær 100, 13. fær 95, 14. fær 90, 15. fær 85, 16. fær 80, 17. fær 75, 18. fær 70, 19. fær 65 og 20. fær 60.

Nánari upplýsingar veitir Hlöðver, sími: 861 1407, netfang: hlodverg@simnet.is