Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG þriðjudaginn 28 nóvember. Rekstur klúbbsins er samkvæmt áætlunum, en EBITDA hagnaður var um 30 milljónir. Að teknu tilliti til afskrifta sem eru tæpar 21 milljón og fjármagnsliða sem eru tæpar 10 milljónir, þá er rekstrartap upp á 500 þúsund. Er það í samræmi við áætlanir því GKG greiðir vexti af lánum sem tekin voru á móti styrkjum frá Sveitafélögunum næstu tvö árin.

Miklar breytingar eru á rekstri klúbbsins þar sem hann veitir félagsmönnum nú heilsársþjónustu og hefur rekstur golflherma og þjónusta á borð við golfkennslu fyrir hinn almenna félagsmann gengið vonum framar. Tekjur vegna þessa tveggja þátta auk útleigu á salarkynnum eru um 28 á milljónir yfir árið.

Tveir nýir aðilar voru kosnir í stjórn GKG. Sigurður Kristinn Egilsson var kosinn í stað Kristins Jörundssonar og Guðmundur Oddsson var kosinn í stað fráfarandi formanns Finns Sveinbjörnssonar.

Fundurinn var vel sóttur af um 120 félagsmönnum.

Ársrit GKG 2017 má finna á heimasíðu félagsins ásamt ársreikningi.