Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson sigruðu í hjóna- og parakeppni GKG 2017

Home/Fréttir, Uncategorized/Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson sigruðu í hjóna- og parakeppni GKG 2017

Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson sigruðu í hjóna- og parakeppni GKG 2017

Það voru þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson sem fóru með sigur af hólmi í hjóna- og parakeppni GKG 2017. Þeir spiluðu á 46 punktum. Keppnin var hörð um annað og þriðja sæti en tvö lið voru jöfn með 44 punkta. Liðin voru jafnframt jöfn síðustu níu, síðustu sex, síðustu þrjár  og á síðustu holu þannig að varpa þurfti hlutkesti til að fá fram úrslit og voru það þau Óðinn Gunnarsson og Stefanía Baldursdóttir sem enduðu í örðu sæti en Atli Ágústsson og Anna Harðardóttir hlutu þriðja sætið.

Önnur úrslit má sjá með því að smella á þennan hlekk.

Um kvöldið var svo heljarinnar stemning í Íþróttamiðstöðinni, glæsilegur kvöldverður var framleiddur af Vigni og hans fólki í Mulligan undir ljúfum tónum Magnúsar Más Harðarsonar. Að afloknum kvöldverði og verðlaunaafhendingu tók DJ Fox við og var dansað fram eftir kvöldi í bullandi 80’s stemningu.

By |29.05.2017|