Róbert Leó Arnórsson, 12 ára, keppti um helgina á West Orange CC í Flórída, en mótið er hluti af mótaröð Florida State Golf Association (FSGA). Róbert Leó er í keppnishópi GKG og einn af efnilegustu kylfingum klúbbsins.

Róbert Leó lék á 81 höggi og endaði í 12. sæti. Mótið átti að vera tveir dagar en fyrri deginum var frestað vegna þrumuveðurs.

Þetta var góð reynsla fyrir Róbert Leó  og bera sig saman við jafnaldra sína í þessu móti. Völlurinn var þröngur og flatirnar hraðar. Slátturinn var góður en reyndist dýrkeypt ef teighögg fóru út fyrir braut, og fékk hann tvær sprengjur, en á móti þrjá fugla.

Hér er hægt að skoða úrslit mótsins ofl.