
Undirbúningur fyrir næsta sumar er í fullum gangi og eru afrekskylfingar margir hverjir að huga að huglæga þættinum. Tómas Aðalsteinsson, sem er að útskrifast sem íþróttasálfræðingur frá John F. Kennedy háskólanum í San Fransisco, hélt fyrirlestur um það hvernig kylfingar geti aukið sjálfstraust sitt á vellinum. Fyrirlesturinn var fyrir afrekskylfinga GKG og GK, en Tómas tengist báðum félögum, ólst upp í GKG en hefur verið undanfarin ár í Keili.
Fyrirlesturinn heppnaðist mjög vel og var þétt setið í golfskála GKG. Viðstaddir fengu góð ráð sem hægt er að nýta í vetur til að þjálfa hugann og koma betur undirbúnir til leiks næsta sumar. Tómas heldur síðan annan fyrirlestur í næstu viku fyrir hópinn, en þá verður fjallað um einbeitingu.