Í gær 6 maí var fyrri vinnudagurinn af tveim sem haldnir verða þetta árið. Góð mæting var þrátt fyrir dapurt veður framan af en um 25 manns mættu og tóku til hendinni.
Hreinsað var allt rusl á vallarsvæðinu og má nefna að það dugði til að fylla meðal stórann ruslagám sem Kópavogsbær lagði til. Einnig var girðingin meðfram 2.braut rifin og er það eitt að verkefnum dagsins í dag að reisa nýja.
Góður árangur náðist í gær en enn er mikið verk óunnið og því mikilvægt að jafngóð ef ekki betri mæting verði á vinnudaginn í dag. Snarl er í boði að vinnu lokinni og eins og alltaf þá hafa þeir sem mæta forgang á rástíma á opnardegi vallarins, laugardaginn 10. maí. Áætlað er að vinna í dag milli klukkan 17 og 20 og eru áhugasamir kvattir til að mæta og muna að klæða sig eftir veðri.
Vallarnefnd og Vallarstjóri þakka þáttökuna í gær og vonast til að sjá sem flesta í dag.
Hér má sjá hluta þeirra galvösku vinnumanna sem mættu í gær: