Nokkrir gallharðir kylfingar í GKG luku golfárinu nú í hádeginu á gamlársdag með því að slá síðustu högg ársins.  Eftir golfið var síðan slegið upp veislu á svæðinu og gæddu þeir sér á áramótakræsingum.

Á myndinni hér má sjá hópinnn við veisluborðið.

GKG sendir öllum félögum og kylfingum bestu óskir um gleðilegt ár.