Kæru félagar,

Sigurpáll Geir Sveinsson eða Siggi Palli hefur ákveðið að hætta hjá GKG. Ástæðan er sú að hann hefur tekið ákvörðun um af flytja af höfuðborgarsvæðinu vegna nýs starfs á nýjum stað þar sem fjölskyldan hans býr .

Siggi Palli er búinn að vera hjá okkur í eitt ár og hefur hann sinnt einstaklingskennslu, hópakennslu og námskeiðum samhliða því að hann hefur aðstoðað okkur við afreksstarfið. Siggi Palli þakkar öllum GKG-ingum fyrir gott samstarf á góðum stað.

Siggi Palli mun vinna með okkur fram að mánaðarmótum janúar/febrúar. Það verður mikill missir af Sigga Palla og óskum við honum alls hins besta á nýjum heimaslóðum.

Stjórn og starfsfólk GKG