Seinasta stigamóti ársins í Eimskipsmótaröðinni lauk í gær, en mótið fór fram hjá Golfklúbbnum Hellu. Sigmundur Einar Másson náði besta árangri GKG kylfinga, en hann hafnaði í 2. sæti, aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Haraldi Franklín Magnús, sem sigraði í fyrsta sinn á mótaröðinni. Í kvennaflokki náði Hansína Þorkelsdóttir besta árangri GKG kvenna, en hún hafnaði í 7. sæti. Sunna Víðisdóttir, aðeins 15 ára, sigraði í fyrsta sinn í Eimskipsmótaröðinni.
Með þessu móti lauk mótaröðinni og stigameistari karla er Hlynur Geir Hjartarsson, GK, en Simmi hafnaði í 2. sæti í stigakeppninni, sem er frábær árangur, og óskum við honum til hamingju með það. Valdís Þóra Jónsdóttir GL varð stigameistari kvenna, en Ingunn Gunnarsdóttir varð í 8. sæti, efst GKG kvenna.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit þeirra efstu, en nánari upplýsingar er að finna www.golf.is.
Karlaflokkur H1 H2 Samtals Mism.
1 Haraldur Franklín Magnús GR 71 67 138 -2
2 Sigmundur Einar Másson GKG 69 70 139 -1
3 Stefán Már Stefánsson GR 70 69 139 -1
4 Hlynur Geir Hjartarson GK 72 68 140 0
5 Rúnar Arnórsson GK 70 71 141 1
6 Nökkvi Gunnarsson NK 71 71 142 2
7 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 73 70 143 3
8 Guðmundur R. Hallgrímsson GS 71 72 143 3
9 Guðmundur Á. Kristjánsson GR 68 75 143 3
10 Andri Þór Björnsson GR 71 73 144 4
11 Þórður Rafn Gissurarson GR 71 73 144 4
12 Kjartan Dór Kjartansson GKG 70 75 145 5
Kvennaflokkur H1 H2 Samtals Mism.
1 Sunna Víðisdóttir GR 73 76 149 9
2 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 79 72 151 11
3 Berglind Björnsdóttir GR 76 75 151 11
4 Heiða Guðnadóttir GKJ 76 77 153 13
5 Íris Katla Guðmundsdóttir GR 78 79 157 17
6 Þórdís Geirsdóttir GK 78 80 158 18
7 Hansína Þorkelsdóttir GKG 82 82 164 24
8 Ingunn Einarsdóttir GKG 85 83 168 28
9 Hrafnhildur Gunnarsdóttir GKG 86 84 170 30
10 Karen Guðnadóttir GS 89 82 171 31
11 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir GS 86 88 174 34
12 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 93 86 179 39