Sigmundur Einar Másson hélt uppteknum hætti og jók forskot sitt ennfrekar á Íslandsmótinu í höggleik á Urriðavatnsvelli í dag.
Sigmundur lék á 4 höggum yfir pari á 75 höggum. Hann fékk alls 4 fugla, 3 skolla, 9 pör og 2 skramba. Hann lék á -1 höggi undir pari í gær og er nú á 3 höggum yfir pari samanlagt með 5 högga forskot á næsta mann.
Þeir GKG kylfingar sem fylgja Sigmundi í gegnum niðurskurð sem miðast við +29 yfir pari eru neðangreindir:

Úlfar Jónsson +13
Ottó Sigurðsson +14
Kjartan Dór Kjartansson +21
Brynjólfur Einar Sigmarsson +22
Sigurður Rúnar Ólafsson +23
Valgeir Tómasson +25
Jón guðmundsson + 28
og
Björgvin Smári Kristjánsson +29