GKG kylfingur halda áfram að gera það gott á erlendri grundu en sex ungir afrekskylfingar úr GKG taka nú þátt í German Junior Golf Tour Tour Championship á Berliner Golfclub Stolper Heide vellinum í Þýskalandi.

Sigurður Arnar Garðarsson leiðir eftir fyrsta hringinn en hann lék á 71 höggi, einu undir pari. Sigurður er að taka þátt í þessu móti í fjórða sinn og hefur hann sigrað þrisvar sinnum!

Ásamt Sigurði taka þátt eftirfarandi kylfingar úr GKG:

Jóhannes Sturluson, 75 högg, 3. sæti
Viktor Snær Ívarsson, 78, 14. sæti
Róbert Leó Arnórsson, 81, 36. sæti
Dagur Fannar Ólafsson, 81, 36. sæti
Breki Gunnarsson Arndal, 82, 42. sæti

Alls eru leiknir 4 hringir og lýkur mótinu því á laugardag.

Arnar Már Ólafsson afreksþjálfari GKG er piltunum til halds og trausts.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Róbert Leó

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhannes

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Breki Arndal

Dagur Fannar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viktor Snær