Sigurður Arnar Garðarsson sigraði í gær í 5. umferð The Next Golf Tour!
Next Golf Tour er mótaröð á vegum TrackMan og er þetta frábær leið til þess að lengja keppnistímabilið og vinna sér inn pening þegar vel gengur, án ferðakostnaðar. Veglegt verðlaunafé er í boði fyrir þátttakendur en til að mynda var sjóðurinn í 5. umferðinni sem lauk í gær $150.000 eða rúmlega 21,1 milljónir króna. Þar af var verðlaunafé fyrir 1. sæti rúmlega $19.000 eða 2,7 milljónir króna!
Þetta er eitt stærsta verðlaunafé sem íslenskur atvinnukylfingur í karlaflokki hefur unnið í einu móti en auk verðlaunafésins fær Siggi einnig $500 bónus fyrir að eiga 3. lengsta teighögg umferðarinnar. Það var hvorki meira né minna en 337,5 metrar!
Þetta er glæsilegur árangur og óskum við Sigga innilega til hamingju með þetta. Vel gert!
Áhugasamir geta lesið sér til um mótaröðina á nextgolftour.com