Sigurður Arnar Garðarsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitil í holukeppni unglinga, en mótinu lauk hjá Golfklúbbnum Oddi í dag. Sigurður Arnar er aðeins 12 ára og á því enn tvö ár eftir í flokknum, en hann lagði Birki Orra Viðarsson úr GS í úrslitum, 3/2.
Fleiri kylfingar úr GKG voru í baráttunni, en Aron Snær Júlíusson tapaði naumlega í úrslitaviðureigninni gegn Tuma Hrafni Kúld úr GA, í flokki 17-18 ára, en leiknum lauk 1/0. Aron hafnaði því í 2. sæti.
Kristófer Orri Þórðarson tapaði fyrir Birgi Birni Magnússyni í leiknum um 3. sætið í flokki 17-18 ára pilta og hafnar því í 4. sæti.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á golf.is og kylfingur.is
Hér má sjá mynd af Íslandsmeisturum unglinga í holukeppni.