Sigmundur Einar Másson er efstur á -1 höggi undir pari á Íslandsmótinu í Höggleik sem hófst á Urriðavatnsvelli hjá Oddi í morgun. Sigmundur hefur spilað á parinu auk þess að hafa fengið 1 fugl á þeirri 12. en hann hóf leik á 10. holu í morgun. Haukur Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og setti niður örn (-2) á 5. holunni og náði að bæta sig verulega. Hann er núna í 6. – 10. sæti á +2 yfir pari. Valgeir Tómasson er í 16. – 20. sæti á +4 yfir pari og Brynjólfur á +5 yfir pari í 21.sæti.