Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast eftir að skólum lýkur, 11. júní.  Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG og fylla út skráningarformið. Fyrir þá sem eru ekki meðlimir í GKG þá bendum við á vikuleg Golfleikjanámskeið fyrir 5-12 ára, en þau henta afar vel fyrir þau sem eru að stíga fyrstu skrefin í íþróttinni.

Smelltu hér til að skoða nánari lýsingu á GKG æfingum fyrir 8-21 árs. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA ÆFINGATÖFLUNA FYRIR SUMARIÐ 2012.

Æfingagjald er kr. 12.000 fyrir sumartímabilið (11. júní til 13. september). Skráningarfrestur er til sunnudagsins 3. júní eða meðan laus pláss eru í hópa.

Greiðsluseðill verður sendur á kennitölu foreldris/forráðamanns og þarf að vera búið að greiða hann áður en æfingar hefjast 11. júní. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Bestu kveðjur fyrir hönd þjálfara GKG.

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG

ulfar@gkg.is.

862 9204