Í nóvember hefjast námskeið sem standa fram á vor, þar sem nemendur mæta á tveggja vikna fresti í markvissa kennslu. Þetta er frábær undirbúningur með gagnlegum og skemmtilegum æfingum fyrir golfferðina í vor eða næsta golfsumar. Námskeiðin eru opin öllum, ekki bara félagsmönnum GKG.
Hægt er að velja um hádegistíma kl. 12-13 eða frá kl. 18-21. Hámarksfjöldi í hóp er fimm manns, þannig að hver og einn fær persónulega nálgun.
Hér er hægt að skoða tímasetningar og dagskrá námskeiðanna.
Sigurpáll (Siggipalli) Geir Sveinsson er nýráðinn PGA golfkennari GKG. Hann er fjórfaldur Íslandsmeistari og hefur áralanga reynslu af kennslu kylfinga, allt frá byrjendum til afrekskylfinga.
Verð fyrir námskeiðið er kr. 39.900. Hægt er að greiða helminginn áður en námskeið hefst, og restina eftir 6. tíma í vikunni 6.-9. febrúar.
Kennsla, aðstaða og æfingaboltar eru innifalnir.
Á myndinni fyrir ofan er hægt að sjá hvaða tímar eru lausir (uppfært 10.11.) Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sigurpall@gkg.is
Taka fram eftirfarandi:
Hóp nr.:
Nafn:
Kt.:
Netfang:
Sími:
Skilaboð:
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Hlakka til að sjá þig!
Sigurpáll Geir Sveinsson
PGA golfkennari hjá GKG
sigurpall@gkg.is
8620118