
Seinustu æfingarnar verða í dag í GKG en með þeim lýkur sumardagskránni hjá okkur. Þetta sumar hefur gengið afar vel, met-fjöldi sem æfði hjá okkur og bætti sig í sumar, og árangur afreksunglingana okkar var einstaklega góður (sjá samantekt hér).
Við munum hittast og fagna árangrinum, veita viðurkenningar og verðlaun fyrir mótin í sumar, s.s. Svalamótaröð og Unglingamótaröð GKG, á árlegri Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins þann 18. október. Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur.
Vetraræfingarnar hefjast 12. nóvember í Kórnum, og er búið að opna fyrir skráningar. Hægt er að nálgast skráningarformið og skoða æfingatöfluna með því að smella hér.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálknum ef einhverjar séróskir eru. Afreks- og keppnishópar eru valdir af þjálfurum. Hægt er að fá ýmsar hagnýtar upplýsingar um barna/unglinga/afreksstarf GKG með því að smella hér.
Síðastliðið vor fengum við viðbót við æfingaaðstöðu okkar í Kórnum sem við munum nýta fyrir æfingar (C salur). Sá salur er undir stúkunni líkt og stóri salurinn okkar, en gengið er inn við hinn endann á fótboltavellinum.
Við munum bjóða uppá æfingar einu sinni í viku fyrir börn fædd 2006-2008. Þær æfingar verða mest í leikjaformi þar sem börnin kynnast íþróttinni á jákvæðan máta.
Vinsamlegast hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Með bestu kveðjum,
f.h. hönd Íþróttanefndar og þjálfara.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
PGA golfkennari
ulfar@gkg.is
+354 862 9204