Samantekt yfir verkefna stöðuna og þau verkefni sem unnið hefur verið að í vetur. Má þar helst nefna á Leirdalshlutanum að á 7. og 8. braut hefur verið keyrð mold ofan á stór svæði á brautunum og henni ýtt út. Þessi svæði á svo að tyrfa í byrjun maí. Einnig hefur verið lagað aðeins í kringum 7. og 8. flatirnar.
Töluverð framkvæmd hefur átt sér stað við 9. flötina þar sem umhverfi hennar og hluta af flötinni er lyft upp til að minka hrygginn sem var fremst á henni, verður þetta til mikillra bóta fyrir þessa braut.
Stígur frá 10.flöt hefur verið gerður uppá nýtt og nær hann nú alla leið að 11. flötinni og er hann þannig gerður að hann er tilbúinn undir malbik þegar verður farið af stað í þannig framkvæmdir í leirdalnum.
Það sem félagar eiga eftir að taka sem mest eftir í sumar er líklega tvennt, annarsvegar farvegur sem gerður var í gegnum 3. brautina ca. 150m frá flötinni, þetta svæði hefur verið vandamál í mörg á þar sem það flæðir mikið vatn yfir brautina á þessu svæði og þá sérstaklega yfir vetrartímann. Líklega verður þessi farvegur að mestu þurr yfir sumartímann.
Hinnsvegar er það sú malbikunnarvinna sem hefur farið fram á stígum sem liggja út frá golfskálanum en þar hefur verið malbikað um 430m og er verið að vinna í því núna að ganga frá því verki.
Á mýrinni hefur vinnan snúist um það að klára vökvunnarkerfið. Nú hefur síðasta tengingin verið framkvæmd og ber að fagna því, þess má geta að GKG er líklega fyrsti völlurinn á Íslandi sem er kominn með tölvustýrt vökvunnarkerfi í allar flatir og alla teiga. einungis er eftir að klára smávægilegan frágang í kringum kerfið tveimur brautum.
Seint síðastliðið haust var guli teigurinn á 8. braut ásamt gula teignum á 2. braut á leirdalsvelli teknir í gegn og endur tyrfðir.
Það sem nefnt er hér að ofan er ekki tæmandi heldur eru nefnd þau verk sem eru í stærri kantinum og er það ráðgert að klára þessa vinnu fyrir opnun vallarins sem stefnt er að muni vera 8. maí ef veðrið fer að vera okkur hagstætt.
Kveðja, Guðmundur Árni Gunnarsson, Vallarstjóri