Um helgina fara fram tvö golfmót hjá GKG.
Á föstudaginn 21. júní fer fram Sólstöðumót kvenna þar sem ræst er út af öllum teigum kl 18:15. Glæsilegir vinningar eru veittir fyrir 5 efstu sætin í tveimur forgjafarflokkum (0-24 og 24,1 -40). Nándarverðlaun eru veitt á öllum Par 3 holum.
Mótsgjald er 4.500 krónur og innifalið í mótsgjaldinu er súpa og brauð í mótslok.
Á laugardaginn 22. júní gerum við tilraun með að halda 9 holu háforgjafarmót á Mýrinni.
Ræst er út á milli 9-11 og lágmarksforgjöf er 28.0. Veitt eru verðlaun í opnum flokki fyrir efstu 3 sætin og nándarverðlaun á tveimur Par 3 holum.
Allir leika af rauðum teigum og mótsgjald er 1.500 krónur.