Mánudagsmótaröðin hefur gengið vel í sumar og hefur sjö umferðum verið lokið, en bestu fjórir hringirnir telja. Stöðuna er hægt að sjá með því að smella hér.

Næsta mót fer fram á mánudag, frídag verslunarmanna, og verður hægt að fá rástíma frá 16:30-18:00 þann dag. Verðið er eingöngu 1.500 kr. og er innifalið í því þúsund króna úttekt hjá Sigga vert. Það er því ekki of seint að taka þátt í þessari nýjustu mótaröð félagsins.