Nú er ljóst að Mestaramót GKG verður það sterkasta frá upphaf. Þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafur B. Loftsson eru skráðir til leiks og verður það gaman fyrir okkur hina að fylgjast með baráttu þeirra bestu. Það er líka ljóst að þátttaka þeirra mun peppa upp ungu strákana til afreka enda á hann Emil Þór Ragnarsson titil að verja þetta árið. Að auki þá hafa “gömlu” kempurnar Alfreð Brynjar Kristinsson og Guðjón Henning Hilmarsson sem báðir hafa verið að spila vel á Eimskipamótaröðinni munu án efa gera tilkall til titilsins. Spennandi mót framundan!
Skráning er í fullum gangi og nú þegar eru 200 meðlimir skráði í mót mótanna og líkur á að einhver flokkurinn fari að fyllast þannig að nú er ráð að skrá sig og upplifa stemninguna. Skráning fer fram á golf.is. Allar upplýsingar um mótið má finna á veg GKG með því að smella hér.