Í næstu viku, frá og með 26. maí, hefjast stöðvaæfinganámskeið, sem fara fram á æfingasvæði GKG milli kl 19-20, mánudaga til fimmtudaga.
Umsjón með æfingunum hafa okkar fremstu kylfingar, þ.e. kylfingar í afrekshópi GSÍ. Fyrirkomulag æfinganna er þannig að um helmingur tímans er í sveiflu og helmingur í stutta spili. Hámarksfjöldi í hverjum tíma er 12 manns.
Markmið æfinganna er fyrst og fremst að fá leiðbeiningar við að æfa vel og skipulega, heldur en beina kennslu.
Uppsetning og skipulag æfinganna er í höndum PGA kennara GKG. Æfingarnar fara fram á eftirfarandi tímum:
Mánudaga kl 19-20 26.5, 2.6, 16.6, 23.6
Þriðjudaga kl 19-20 27.5, 3.6, 10.6, 24.6
Miðvikudaga kl 19-20 28.5, 4.6, 11.6, 18.6, 25.6
Fimmtudaga kl 19-20 5.6, 12.6, 19.6, 26.6
Nauðsynlegt er að skrá sig á æfingarnar, og er það gert hér. Verð er kr. 4.000 (mán/þri/fim – fjórar æfingar) eða kr. 5.000 (mið – fimm æfingar). Greiðsluupplýsingar fylgja staðfestingarpósti um skráningu. Ágóði af þátttökunni fer beint í barna/unglinga/afreksstarf GKG.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204