Evrópumót klúbbliða hefst í dag á Golf du Médoc Resort í Bordeaux í Frakklandi.

Sveit GKG vann sér inn þátttökurétt á mótinu með sigri á Íslandsmóti golfklúbba 1. deild í ágúst s.l. Fyrir hönd GKG leika þeir Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arnar Garðarsson. Liðsstjóri og þjálfari er Haukur Már Ólafsson. 

Sveitin er firnasterk og kemur vel undirbúin til leiks. Ragnar Már er að klára nám sitt hjá University of Louisiana þar sem hann er einnig aðstoðarþjálfari og æfir sjálfur vel við bestu aðstæður. Sigurður Arnar bróðir hans er sjóðheitur eftir sigur í sínum aldursflokki fyrir 10 dögum síðan á unglingamóti í Þýskalandi. Loks hefur Aron Snær leikið geysivel á undanförnum vikum og mánuðum, seinast á 1. stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina þar sem hann flaug í gegn með frábærri spilamennsku. 

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í mótinu.

Við óskum strákunum okkar góðs gengis.

Áfram GKG!

Frá vinstri: Aron Snær, Ragnar Már, Sigurður Arnar

Staðan eftir fyrsta dag