Í dag hefst sveitakeppni GSÍ 2013, karlasveitin keppir á Hvaleyrinni en kvennasveitin á Hólmsvellinum í Leiru.

Karlasveitin á titil að verja og keppir í riðli með Keili, Suðurnesjamönnum og Nesklúbbinum.

Kvennadeildin keppir í riðli með Keili, Kjöl og Sauðkræklingum.

Hægt er að sjá keppnisfyrirkomulag karlasveitarinnar með því að smella hér

Hægt er að sjá keppnisfyrirkomulag kvennasveitarinnar með því að smella hér

Við munum að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála á facebooksíðu félagsins. Til að fá upplýsingar þaðan, smellið á þennan hlekk og svo smellið þið á “like” hnappinn í facebook.