Þorrablót GKG 2018 – föstudaginn 26. janúar 2018

Home/Fréttir/Þorrablót GKG 2018 – föstudaginn 26. janúar 2018

Þorrablót GKG 2018 – föstudaginn 26. janúar 2018

Ath. að ákveðið hefur verið að fresta þorrablótinu um eitt ár 😉

Kæru félagar,

Um leið og við þökkum ykkur fyrir frábært ár þá setjum við okkur í gírinn fyrir 2018 með glæsilegu Þorrablóti. Með þeim hætti höldum við upp á að veturinn er hálfnaður og hægt að fara að telja niður í sumarið. Þorrablótið verður hefðbundið með þeim hætti að það verður mikill söngur, við höldum minni og flytjum gamanmál ofan á það bætum við hinum eðalrómaða GKG anda.

Þorrablótið verður haldið föstudaginn 26. Janúar og hefst kl. 19:00 með fordrykk.

Auk annála verða fullt af skemmtiatriðum, við verðum með gítar sem fólk getur tekið í og við kórónum svo kvöldið með alvöru balli en það er enginn annar en meistarinn og maskínan Siggi Hlö sem þeytir skífum fram eftir nóttu.

Maturinn er í góðum höndum hjá þeim Vigga og co í Mulligan, Hrútspungar – Sviðasulta – Svínasulta- Lundabaggar – bringukollar -lifrarpylsa og blóðmör – Þorra “konfekt” Hákarl – Harðfiskur – tvær tegundir af síld, Kjöt kalt Hangikjöt – Sviðasulta – Meðlæti Rúgbrauð – Flatbrauð – Smjör, grænar baunir og rauðkál  – Heitt kjöt og heitt meðlæti Sviðakjammi ( nýsoðnir volgir) , saltkjöt á beini , Rófustappa, kartöflur í uppstúfi og lambasteik.

Þemað verður íslenski lopinn og verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem prjónar sér flík eða hlut úr lopa og útfærir það í GKG stílnum.

Þá verðum við með Happdrætti með glæsilegum vinningum.

Þorrablótið er til styrktar afrekssviði GKG og er verð á miða kr. 7.900,-. Innifalið er maturinn og skemmtun fram í rauða nóttina.

Athugið að einungis eru 160 miðar í boði. Þeir sem vilja tryggja sér miða í forsölu leggi inn á reikning okkar kt. 650394-2089; 0318-26-000176. Miðar verða svo til sölu og afhendingar frá 10. janúar á skrifstofu GKG. Setið í athugasemd Þorrablót GKG.

Gleðilegt ár!

Stjórn, starfsfólk og afrekskylfingar GKG.

By |31.12.2017|