Meistaramót margra klúbba fara fram í næstu viku og viljum við gefa kylfingum sem taka ekki þátt í þeim kost á að leika GKG vellina á góðu tilboðsverði. Mýrin og Leirdalurinn hafa sjaldan verið í jafn góðu ástandi, og því verða gestir ekki sviknir af upplifun þeirri að koma til okkar í heimsókn.
Tilboðið hljómar upp á 50% afslátt af vallargjöldum og gildir frá 6.-10. júlí. Tímar á þessu verði eru aðeins í boði fyrir kl. 15 á daginn.
Verð með 50% afslætti:
Leirdalsvöllur: kr. 3.600
Mýrin: kr. 2.000
Til að bóka tíma þá er haft samband við golfverslun GKG í síma 565 7378.