Kæru félagsmenn,

Leirdalurinn verður að mestu lokaður vegna Íslandsmóts golfklúbba sem fer fram frá föstudegi til sunnudags. Af því tilefni vill mótsstjórn minna félagsmenn GKG á að á meðan mótinu stendur fá þeir að spila alla velli innan GSÍ á 50% afslætti. 

Einnig eru allir félagsmenn hvattir til að kynna sér dagsskrá mótsins og mæta á völlinn til að styðja okkar fólk sem er að keppa um helgina.

 

Áfram GKG!

Mótsstjórn